Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mán 04. nóvember 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóri Árna um Ísak: Þetta eru blendnar tilfinningar
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak hefur leikið stórt hlutverk í tveimur Íslandsmeistaratitlum hjá Blikum.
Ísak hefur leikið stórt hlutverk í tveimur Íslandsmeistaratitlum hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson var á endanum leikmaður sem skipti rosalega miklu máli í því að Breiðablik endurheimti Íslandsmeistaratitilinn.

Þegar hann komst í form var hann martröð fyrir varnarlínur andstæðingana. Hann fór með himinskautum í úrslitaleiknum gegn Víkingum þar sem hann skoraði tvö mörk.

„Innkoma Ísaks breytti miklu því hann er gjörsamlega frábær leikmaður og einn allra besti leikmaðurinn í þessari deild," sagði Halldór Árnason, þjálfari Blika, í löngu hlaðvarpsviðtali á dögunum.

Á láni frá Rosenborg
Breiðablik fékk norska sóknarmanninn Benjamin Stokke fyrir tímabilið en hann féll aftar í goggunarröðina eftir komu Ísaks frá Rosenborg stuttu fyrir mót.

Ísak var á láni hjá Blikum frá Rosenborg en norska félagið vildi fá hann til baka um mitt sumar. Hann valdi hins vegar að vera áfram og hjálpaði Breiðablik að taka titilinn til baka úr Fossvoginum.

„Ég var eiginlega aldrei inn í þeim samræðum. Ég heyrði aldrei neitt annað en að hann myndi vera hjá okkur allt tímabilið. Ég veit ekki hversu langt þessar viðræður fóru en ég held að það hafi verið nokkuð skýrt að hann myndi vera hjá okkur allt tímabilið."

Með gæði og hæfileika til að ná ansi langt
Ísak er auðvitað leikmaður sem Blikar vilja halda en á sama tíma telur Dóri að Ísak sé með getu til að ná ansi langt.

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Að sjálfsögðu vil ég fá hann aftur en ef hugur hans leitar út í atvinnumennsku, þá hefur hann gæði og hæfileika til að ná ansi langt. Við myndum styðja hann í því en svo sannarlega tökum við honum opnum örmum ef hann ákveður að taka slaginn með okkur aftur. Við bíðum þolinmóðir og leyfum honum að finna út úr því hvað hann vill gera," sagði Dóri en allt viðtalið má hlusta á hér fyrir neðan.
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Athugasemdir
banner