Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mán 04. nóvember 2024 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enskur blaðamaður pirraður á Amorim - „Svaraðu á ensku takk"
Mynd: Getty Images

Ruben Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Sporting gegn Manchester City í Meistaradeildinni á morgun.


Gary Cotterill, fréttamaður hjá Sky Sports, var pirraður á því að hlusta á blaðamannafundinn þar sem Amorim svaraði einungis á portúgölsku.

„Hefur Man Utd bannað þér að tala ensku?" Spurði Cotterill sem Amorim svaraði neitandi.

„Ég velti því fyrir mér hvort þú áttir þig á því að ef þú vinnur á morgun væri það frábært fyrir núverandi félagið þitt og líka verðandi félagið þitt. Þú gætir orðið hetja áður en þú ferð í flugið til Man Utd. Hefur þú spáð í það? Svaraðu á ensku takk," sagði Cotterill. 

„Ég get ekki svarað á ensku núna, Þau munu sakna þess að heyra mig tala portúgölsku," sagði Amorim. 

„Þau hafa fengið 25 mínútur á portúgölsku, við viljum tíu sekúndur á ensku," sagði Cotterill. Fjölmiðlafulltrúinn svaraði honum þá og sagði að hann gæti heyrt hann tala ensku í næstu viku þegar hann tekur við Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner