Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta fær tvo efnilega frá KR (Staðfest)
Viktor Orri og Aron Bjarni.
Viktor Orri og Aron Bjarni.
Mynd: Grótta/Eyjólfur Garðarsson
Grótta tilkynnti í dag að tveir leikmenn væru gengnir í raðir félagsins frá grönnunum í KR. Það eru þeir Viktor Orri Guðmundsson og Aron Bjarni Arnórsson.

Viktor Orri, sem er fæddur árið 2007, þekkir vel til hjá Gróttu. Hann hélt í KR frá Gróttu eftir sumarið 2020.

„Viktor Orri Guðmundsson er snúinn aftur heim í Gróttu eftir nokkurra ára dvöl hjá KR. Viktor er 17 ára gamall og á að baki átta leiki fyrir yngri landslið Íslands og þrjá leiki fyrir meistaraflokk KR í æfingamótum," segir í tilkynningu Gróttu.

Aron Bjarni er einu ári eldri og hefur alla tíð verið í KR. Hann spilaði með KV og 2. flokki KR síðusut tvö tímabil.

„Aron er 18 ára gamall og á að baki 14 meistaraflokksleki með KV og hefur verið lykilleikmaður í 2. flokki KR síðustu ár."

„Við bjóðum þessa ungu og efnilegu leikmenn hjartanlega velkomna í Gróttu og hlökkum til að fylgjast með framgangi þeirra á komandi tímabili,"
segir í tilkynningu Gróttu.

Grótta féll úr Lengjudeildinni í sumar og verður í 2. deild á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner