Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Omar Sowe til ÍBV (Staðfest)
Mynd: ÍBV

Omar Sowe er genginn til liðs við ÍBV en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.


Sowe er 24 ára gamall framherji og frá Gambíu en hann kom fyrst hingað til lands árið 2022 og lék með Breiðabliki. Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið með Leikni í Lengjudeildinni. 

Hann hefur leikið 74 leiki ogskorað 39 mörk fyrir liðin tvö. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til ÍBV síðan Þorlákur Árnason var ráðinn þjálfari liðsins í síðasta mánuði.

„Knattspyrnuráð bindur miklar væntingar við komu leikmannsins til ÍBV og vonast til þess að samstarfið verði farsælt," segir í tilkynningu frá félaginu.

ÍBV leikur í Bestu deildinni næsta sumar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Lengjudeildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner