Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 04. nóvember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal er langt á undan Lionel Messi
Mynd: EPA
Spænski kantmaðurinn Lamine Yamal er einn efnilegasti fótboltamaður í heimi í dag, en hann er aðeins 17 ára gamall og hefur þegar afrekað ótrúlega hluti bæði með Barcelona og spænska landsliðinu.

Yamal er 17 ára og 114 daga gamall og er nú þegar búinn að vinna tvo stóra titla með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann kom afar lítið við sögu þegar Börsungar unnu spænsku deildina 2023 en var svo í lykilhlutverki er Spánn vann EM síðasta sumar.

Yamal er í dag lykilmaður í ógnvekjandi liði Barcelona og hefur farið afar vel af stað á nýju tímabili, þar sem hann hefur komið að 14 mörkum í 15 leikjum hingað til.

Til gamans má geta að Lionel Messi var 17 ára og 114 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki Barcelona og því má segja að Yamal sé kominn langt á undan argentínska snillingnum - í það minnsta tölfræðilega séð.

Yamal hefur í heildina spilað 82 keppnisleiki með meistaraflokki á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner