Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. desember 2019 23:26
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Þór: Þetta var bara í heimsklassa hjá þeim
Mynd: Getty Images
Fréttamenn Símans voru á Anfield til að fylgjast með nágrannaslag Liverpool og Everton fyrr í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton en leikurinn tapaðist 5-2 og var Gylfi augljóslega svekktur þegar Tómas Þór Þórðarson fékk hann í viðtal að leikslokum.

„Þetta var erfið byrjun, þeir komust í 2-0 frekar snemma. Við sáum hversu erfiðir þeir eru sóknarlega með sendingarnar og hlaupin innfyrir vörnina. Þetta var bara í heimsklassa hjá þeim," sagði Gylfi.

„Í stöðunni 4-2 höfðum við engu að tapa og reyndum að setja meiri pressu á þá og taka smá sénsa en á móti liðum eins og Liverpool þá býður það hættunni heim."

Everton er í fallsæti eftir tapið og er gríðarlega mikilvægur kafli framundan fyrir félagið.

„Við vitum að við erum að spila langt undir getu en auðvitað er mikið eftir af tímabilinu. Það er mikilvægur kafli framundan í kringum jólin og alveg inn í janúar og febrúar.

„Við erum þeir einu sem getum komið okkur út úr þessari stöðu. Við þurfum að leggja mikið á okkur á æfingum og reyna að stilla strengi og koma okkur í gang."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner