Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. desember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Trevor Sinclair kallaði stuðningsmenn Liverpool ruslakafara
Trevor Sinclair í leik með Manchester City á sínum tíma.
Trevor Sinclair í leik með Manchester City á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Trevor Sinclair, fyrrum leikmaður Manchester City, hefur beðist afsökunar á færslu sem hann birti á Twitter í gærkvöldi.

Í tengslum við 4-1 sigur Manchester City á Burnley birti Sinclair skilaboð þar sem hann móðgaði stuðningsmenn Liverpool.

„Ruslakafarar, við erum að koma á eftir ykkur (e: 'Bin dippers we're coming for you)," sagði Sinclair á Twitter en hann virtist með færslu sinni vera að tala um fátækt í Liverpool og að fólk þar í borg leiti að mat í ruslatunnum.

Twitter færslan vakti gífurlega reiði í Liverpool og kallað var eftir því að Sinclair yrði rekinn frá Talksport þar sem hann starfar sem sérfræðingur í dag.

Sinclair baðst innilega afsökunar á færslunni í þætti á Talksport í dag en hann ætlar að gefa laun sín fyrir daginn í dag til Whitechapel Centre sem eru samtök fyrir heimilislausa í Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner