Grótta hefur ráðið Agnesi Þóru Árnadóttur sem næringafræðing fótboltadeildar liðsins. Ásamt því mun hún gegna starfi styrktarþjálfara kvennaliðs Gróttu.
Í tilkynningu félagsins segir Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála Gróttu, félagið stíga stórt skref með ráðningunni:
„Hún kemur sterk inn í þjálfarateymi kvennaliðsins með Dom og Guðna og mun svo vinna með öllum flokkum í tengslum við næringarráðgjöf og fræðslu. Það eru ekki mörg félög sem búa svo vel að hafa næringarfræðing innan sinna raða og það verður spennandi fyrir alla leikmenn og foreldra að vinna með Agnesi,” er haft eftir Magnúsi.
Grótta tryggði sér upp í Lengjudeild karla í sumar, en liðið endaði í 2. sæti í 2. deildinni. Í kvennaflokki leikur liðið jafnframt í Lengjudeildinni og endaði Grótta í 4. sæti á liðnu tímabili.
Athugasemdir



