Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. desember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Forseti PSG vill ekki tjá sig um Messi sögurnar
Nasser Al-Khelaifi.
Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nasser Al Khelaifi, forseti franska stórliðsins PSG, vill ekkert tjá sig um orðróm þess efnis að félagið gæti fengið ofurstjörnuna Lionel Messi frá Barcelona.

Brasilíumaðurinn Neymar sagði í vikunni að hann væri viss um að spila með Messi á næsta tímabili.

Franski blaðamaðurinn Cyril Hanouna hringdi í Al Khelaifi og spurði hann út í Messi sögurnar. Forsetinn svaraði á þá leið að hann gæti ekki rætt um það.

Hann grínaðist svo með að hann væri reyndar staddur í Barcelona áður en hann leiðrétti það til að skapa ekki misskilning og sagðist í raun vera í London.

agt er að Messi sé að bíða eftir því hvaða niðurstaða verður úr forsetakosningum Barcelona þann 24. janúar áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína. Argentínumaðurinn reyndi að yfirgefa Barcelona í sumar en misskilningur með samningamál gerðu það að verkum að hann fór ekkert og samningur hans rennur út í lok júní á komandi ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner