banner
   sun 04. desember 2022 13:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Frakklands og Póllands: Lloris jafnar met Thuram
Mynd: Getty Images

Frakkland og Pólland mætast í 16 liða úrslitum á HM kl. 15 í dag.


Það voru margar breytingar á liði Frakka gegn Túnis í síðasta leik en Deschamps stillir upp sama byrjunarliði og vann Danmörku í 2. umferð riðlakeppninnar.

Hugo Lloris leikur sinn 142. landsleik í dag og er því leikjahæsti leikmaður Frakklands í sögunni ásamt Lillian Thuram en sonur hans, Marcus Thuram, er á bekknum í dag.

Robert Lewandowski er að venju í fremstu víglínu hjá Póllandi en hann er einnig fyrirliði liðsins.

Frakkland: Lloris, Kounde, Varane, Upamecano, Theo Hernandez, Griezmann, Tchouameni, Rabiot, Dembele, Giroud, Mbappe.

Pólland: Szczesny, Bereszynski, Kiwior, Glik, Cash, Frankowski, S. Szymanski, Krychowiak, Zielinski, Kaminski, Lewandowski.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner