Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mán 04. desember 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmir Sheffield United - Liverpool þrátt fyrir skrítin mistök
Simon Hooper.
Simon Hooper.
Mynd: Getty Images
Simon Hooper er áfram skráður á leik Sheffield United og Liverpool þrátt fyrir að hafa gert afar skrítin mistök í leik Manchester City og Tottenham í gær.

Staðan var 3-3 og komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma er Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, fékk boltann við miðjubogann. Það var augljóslega brotið á Haaland en hann hélt boltanum og beitti Hooper, dómari leiksins, hagnaðareglunni.

Haaland kom síðan með langan bolta inn fyrir vörn Tottenham þar sem Jack Grealish var sloppinn í gegn. Hooper hætti skyndilega við að beita hagnaðarreglunni og dæmdi á brotið.

Haaland var vægast sagt brjálaður, og skiljanlega.

Þetta eru ekki fyrstu mistökin sem Hooper gerir á tímabilinu en hann var settur í kælingu eftir að hafa ekki gefið Úlfunum vítaspyrnu í fyrstu umferð gegn Manchester United.

Hooper er skráður á leik Sheffield United og Liverpool í miðri viku og hann er áfram með þann leik.
Athugasemdir
banner