Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 05. janúar 2020 10:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttan af Zlatan í Malmö felld
Zlatan hér ásamt íslenska landsliðsþjálfaranum, Erik Hamren.
Zlatan hér ásamt íslenska landsliðsþjálfaranum, Erik Hamren.
Mynd: Getty Images
Aftonbladet segir frá því að enn og aftur hafi verið framin skemmdarverk á styttu sem er af Zlatan Ibrahimovic í Malmö. Styttan var felld af palli sem hún stóð á síðastliðna nótt.

Stytta Zlatan hefur ekki fengið að standa í friði eftir að Zlatan keypti hlut í Hammarby.

Hammarby og Malmö eru erkifjendur og er Zlatan goðsögn hjá Malmö þar sem styttan stendur. Stuðningsmenn félagsins tóku ekki vel í tíðindin þegar Zlatan fjárfesti í félagi erkifjendanna.

Kveikt hefur verið í styttunni, reynt að saga lappirnar af og klósettseta verið hengd á hana. Þá var einnig gripið til þess að saga nefið af henni, en núna stendur hún ekki lengur.

Hægt er að sjá myndir hjá Aftonbladet hérna.

Adrian Olivera, vegfarandi í Malmö sem Aftonbladet, segir að það sé kominn tími á að færa styttuna. „Það var gott þegar hún reis, sérstaklega fyrir krakka sem hafa áhuga á fótbolta. En núna þarf að færa hana."

Zlatan, sem er 38 ára, gekk nýlega aftur í raðir AC Milan á Ítalíu og gæti hann spilað með liðinu á morgun gegn Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner