Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 05. febrúar 2013 23:24
Elvar Geir Magnússon
Suarez skellti sér í mark á æfingu Úrúgvæ
Mynd: Getty Images
Úrúgvæska landsliðið býr sig undir vináttuleik gegn Heims- og Evrópumeisturum Spánar sem fram fer í Katar.

Sóknarmaðurinn Luis Suarez skellti sér í mark á æfingu fyrir leikinn og opnaði þar með fyrir ýmsa nýja brandara enda Suarez þekktur fyrir að handleika knöttinn.

Frægt er atvikið þegar þessi magnaði leikmaður hjálpaði Úrúgvæ að komast í undanúrslit á HM 2010 með því að verja boltann með hendi og fá þar með rautt spjald gegn Gana. Asamoah Gyan fór á vítapunktinn í kjölfarið og brást.

Í síðasta mánuði handlék hann svo knöttinn áður en hann bjó til mark gegn utandeildarliðinu Mansfield og hjálpaði Liverpool að vinna leikinn.

Þó Suarez hafi þótt sýna lipra takta sem markvörður á æfingunni er það ansi ólíklegt að hann verði með hanskana í leiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner