sun 05. febrúar 2023 14:30
Aksentije Milisic
De Gea: Viðræðurnar við Man Utd munu enda vel
Mynd: EPA

David De Gea, markvörður Manchester United, verður samningslaus í sumar en hann hefur spilað 517 leiki á tæpum tólf árum hjá enska liðinu.


Spánverjinn má því byrja að ræða við önnur lið en hann tjáði sig stuttlega um málið eftir sigurleikinn gegn Crystal Palace í gær.

„Við erum enn að ræða saman. Þær viðræður munu alveg örugglega enda vel," sagði markvörðurinn.

Man Utd hefur verið að spila mjög vel undir stjórn Erik ten Hag en liðið er í þriðja sæti deildarinnar.

Þá er Man Utd komið í úrslitaleikinn í deilabikarnum en þar mætir liðið Newcastle á Wembley þann 26. febrúar.

„Ég hef verið hjá félaginu í gegnum mjög erfiða tíma. Núna er ég að njóta þess miklu betur."

„Þetta er frábært. Liðsandinn er magnaður og stemningin er frábær. Við róum allir í sömu átt og spilum allir á sama hátt."

Man Utd vann torsóttann sigur á Crystal Palace í gær í ensku úrvalsdeildinni en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð á Old Trafford.


Athugasemdir
banner
banner
banner