Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjórar nýjar hjá KR (Staðfest) - Tvær frá Akureyri
Mynd: KR

Meistaraflokkur KR hefur ekki verið að gera sérstaklega góða hluti í kvennaboltanum og féllu konurnar úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð með 10 stig úr 18 leikjum.


Uppeldisstarfið er þó í fullum gangi og þá var kvennadeild KR að bæta við sig fjórum nýjum leikmönnum fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Reynslumesta fótboltakonan er Margrét Selma Steingrímsdóttir, fædd 1998. Hún á meðal annars leiki að baki fyrir Aftureldingu, Fram og ÍR og gengur til liðs við KR úr röðum Völsungs.

Koldis María Eymundsdóttir, fædd 2001, kemur úr röðum ÍH, sem hún spilaði ellefu leiki fyrir í 2. deildinni í fyrra.

Þá eru Hafrún Mist Guðmundsdóttir og Lilja Björg Geirsdóttir báðar fæddar 2002 og koma frá Akureyri. Þær eru uppaldar saman hjá Þór/KA og hafa verið samherjar hjá Hömrunum í 2. deildinni.

Auk þeirra voru nokkrar ungar og efnilegar að spreyta sig í sínum fyrstu leikjum. Jóhanna Karen Sveinbjörnsdóttir og María Líf Bragina Pétursdóttir, fæddar 2007, fengu að spila ásamt Elísabetu Viktorsdóttur, sem er fædd 2008.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner