Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 05. febrúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Messi hefur komið að flestum mörkum á tímabilinu
Mynd: EPA

Lionel Messi er að eiga frábært tímabil hjá PSG og gerði dýrmætt sigurmark í gær. Hann skoraði það með skoti utan teigs og er það mark númer 39 sem hann skorar utan vítateigs á undanförnum árum.


Á sama tíma hefur engum leikmanni tekist að skora næstum því jafn mikið og Messi með skotum utan teigs í fimm helstu deildum Evrópu. Kevin De Bruyne, stórstjarna Manchester City, er næstur á lista með 19 mörk.

Sú tölfræði sem vekur þó mesta athygli er að Messi hefur komið að fleiri mörkum á tímabilinu, ef litið er til allra keppna og landslið talin með, heldur en nokkur annar leikmaður. Meira en Erling Braut Haaland sem hefur komið að 34 mörkum í 27 leikjum með Man City.

Messi hefur komið að 38 mörkum í 30 leikjum það sem af er tímabils, sem er einstaklega magnað í ljósi þess að hann mun eiga 36 ára afmæli næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner