Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 05. mars 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn um helgina - Barist um Madríd
Það fer fram heil umferð í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og verður leikið í kvöld, á morgun, sunnudag og mánudag.

Í kvöld mætast Valencia, sem er í 14. sæti, og Villarreal sem situr sjöunda sæti deildarinnar.

Á morgun eru fjórir leikir og þar ber hæst leikur Osasuna og Barcelona klukkan 20:00. Barcelona hefur verið á mjög flottu skriði að undanförnu og kemur inn í helgina fimm stigum á eftir Atletico Madrid. Atletico á þó leik til góða á Börsunga.

Real Madrid er einnig fimm stigum á eftir Atletico, en hefur rétt eins og Barcelona spilað leik meira. Það er stórleikur á sunnudaginn þegar Atletico og Real Madrid eigast við í baráttunni um höfuðborgina. Ef Real tekst að vinna þann leik þá mun það gera toppbaráttuna spennandi.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiki helgarinnar í La Liga og stöðutöfluna í deildinni.

föstudagur 5. mars
20:00 Valencia - Villarreal (Stöð 2 Sport 3)

laugardagur 6. mars
13:00 Valladolid - Getafe (Stöð 2 Sport 3)
15:15 Elche - Sevilla
17:30 Cadiz - Eibar
20:00 Osasuna - Barcelona (Stöð 2 Sport 3)

sunnudagur 7. mars
13:00 Huesca - Celta (Stöð 2 Sport 3)
15:15 Atletico Madrid - Real Madrid (Stöð 2 Sport 3)
17:30 Real Sociedad - Levante
20:00 Athletic - Granada CF

mánudagur 8. mars
20:00 Betis - Alaves (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 15 12 1 2 42 17 +25 37
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 15 9 4 2 28 14 +14 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 15 6 2 7 14 20 -6 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
16 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir
banner