Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 13:05
Ívan Guðjón Baldursson
Amine Harit sektaður um 15 milljón krónur fyrir að fara úr húsi
Mynd: Getty Images
Amine Harit hefur verið sektaður af Schalke um 100 þúsund evrur fyrir að fara á vatnspípubar um miðja nótt þrátt fyrir einangrunarreglur félagsins.

Harit, 22 ára miðjumaður frá Marokkó sem er fæddur og uppalinn í Frakklandi, birti myndband kvöldið áður þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima.

Umrætt atvik átti sér stað seint að kvöldi 19. mars, vel eftir miðnætti. Vatnspípubarinn var opinn þrátt fyrir reglur frá yfirvöldum um að ekki mætti vera opið lengur en til 6 á daginn. Íbúar í hverfinu hringdu í lögreglu og þegar hana bar að garði var Harit meðal kúnna.

Auk sektarinnar sem Harit þarf að borga félaginu hefur hann lagt talsverðar upphæðir úr eigin vasa í baráttunni gegn veirunni.

Bild greinir frá því að sektin muni öll renna til góðgerðarmála.
Athugasemdir
banner
banner
banner