Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. maí 2021 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daði framlengir við FH - Á leið til Þórs á láni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Daði Freyr Arnarsson framlengdi í dag samning sinn við FH. Gamli samningur hans átti að renna út eftir þetta tímabil.

Daði er 22 ára markvörður sem lék fimmtán leiki með FH árið 2019 en einungis einn deildarleik í fyrra. Daði á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Daði skrifar undir tveggja ára framlengingu, samning sem rennur út eftir tímabilið 2023.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net er Daði að ganga í raðir Þórs á Akureyri og mun leika með liðinu á láni. Þórsarar eru í markvarðavandræðum en Aron Birkir Stefánsson missir af stórum hluta leiktíðarinnar og Auðunn Ingi Valtýsson meiddist á dögunum.

Búast má við því að Daði verði tilkynntur hjá Þór fyrir föstudag en þá mætir Þór Gróttu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Markvörðurinn ungi Daði Freyr Arnarsson hefur framlengt samningi sínum við FH til loka ársins 2023. Daði Freyr, sem er fæddur árið 1998, kom til FH árið 2016 og hefur síðan spilað 21 leik fyrir félagið í deild og bikar.

„Þetta er frábær dagur, ég er virkilega ánægður að vera búinn að framlengja við FH. Hér hefur mér liðið vel frá fyrsta degi og ég lít framtíðina björtum augum” sagði Daði við undirskriftina.

Við FH-ingar hlökkum til að fylgjast áfram með Daða í FH treyjunni."
segir í tilkynningu FH í dag.
Athugasemdir
banner
banner