Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 09:05
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Florentino Luis - Verðmiðinn á Jimenez lækkar
Powerade
Florentino Luis er orðaður við Manchester United.
Florentino Luis er orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Matty Longstaff.
Matty Longstaff.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Luis, Jimenez, Chilwell, Vertonghen, Aubameyang, Longstaff, Tierney og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Sky og BBC tóku saman.

Manchester United vill fá Florentino Luis (20), miðjumann Benfica, en umboðsmaður hans ræddi við Ole Gunnar Solskjær í janúar. AC Milan hefur líka sýnt Luis áhuga. (ESPN)

Það hefur vakið áhuga Manchester United að Úlfarnir hafa lækkað verðmiðann á mexíkóska sóknarmanninum Raul Jimenez. (Daily Mirror)

Enski vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell (23) hefur áhuga á að ganga í raðir Chelsea eftir tímabilið en hefur ekki beðið um að yfirgefa Leicester. (Mirror)

Tottenham bíður eftir ákvörðun frá belgíska varnarmanninum Jan Vertonghen (33), hvort hann muni vera hjá félaginu út tímabilið eða yfirgefa það áður en því lýkur. (Sky Sports)

Pierre-Emerick Aubameyang (30), sóknarmaður Arsenal, bíður eftir því að fá það staðfest hvort Barcelona hafi alvöru áhuga á að fá sig. (Diario Sport)

Matty Longstaff (20) miðjumaður Newcastle hefur ekki æft með félaginu í þessari viku en framtíð hans er í óvissu. Udinese vill fá Longstaff en hann verður samningslaus í sumar. (Mail)

Manchester City ætlar að ræða við spænska varnarmanninn Eric Garcia (19) um nýjan samning en Barcelona hefur áhuga. (Mail)

Manchester United er tilbúið að bjóða bakverðinum Brandon Williams (19) nýjan samning. Williams hefur heillað á þessu tímabili. (The Athletic)

Liverpool gæti innsiglað Englandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöldi. (Mail)

Arsenal gæti verið tilbúið að selja skoska varnarmanninn Kieran Tierney (23) til Leicester aðeins tólf mánuðum eftir að hann kom á Emirates. (Express)

Antoine Griezmann (29), sóknarmaður Barcelona og Frakklands, segist stefna að því að klára ferilinn í bandarísku MLS-deildinni. (LA Times)

Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic (32) hjá Barcelona mun funda um mögulega endurkomu til Sevilla. (Mundo Deportivo)

Adrien Rabiot (25), miðjumaður Juventus, er á óskalistum Everton og Arsenal. Frakkinn mun ekki samþykkja launalækkun. (Tuttomercato)

Real Madrid vill fá þýska miðjumanninn Kai Havertz (20) en Simon Rolfes, íþróttastjóri Bayer Leverkusen, segir að þýska félagið eigi eftir að taka ákvörðun um framtíð leikmannsins. (Marca)

Markvörðurinn Diogo Pinto hjá Sporting Lissabon mun væntanlega skrifa undir samning við Manchester City þegar hann verður sextán ára síðar í þessum mánuði. (Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner