Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. júní 2023 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formennirnir takast á um ummæli leikmanna - Fyrirgefur Höskuldi
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net
Eftir leik Breiðabliks og Víkings.
Eftir leik Breiðabliks og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net
Eins og margoft hefur komið fram þá var hiti eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni síðastliðið föstudagskvöld.

Víkingur var 0-2 yfir lengi vel en Breiðablik kom til baka með því að skora tvisvar í uppbótartímanum. Í kjölfarið voru mikil læti á milli liðanna.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gagnrýndi Víkinga í viðtali við Vísi eftir leik. Tvö fín mörk hjá þeim en úti á velli hef ég aldrei mætt Víkingum jafn lélegum," sagði Höskuldur og bætti svo við:

„Það blasti við mér að þeir missa hausinn. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir fara að hrinda okkar mönnum sem að lýsir 'unprofessional', með einhverja stæla eins og litlir hundar sem gelta hátt."

Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, var ekki ánægður með þessi ummæli og deildi því á Twitter. „Langaði að segja margt eftir leik kvöldsins varðandi dóma og allskonar. Að kalla toppliðið litla hunda dæmir sig sjálft og ég trúi varla að vinir mínir í Breiðabliki séu stoltir af því."

Kollegi hans hjá Breiðabliki, Flosi Eiríksson, skaut til baka í dag. „viltu ekki fletta upp ummælum þinna leikmanna í fyrra á lokasprettinum um 'aumingja' og þá 'sem brotna alltaf' og fleira af sama meiði..." skrifar Flosi.

Ekki fann undirritaður neitt um það að leikmenn Víkings væru að kalla Blika 'aumingja' en Erlingur Agnarsson talaði vissulega um að Blikar ættu það til að brotna.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sagði í viðtali við Vísí í dag að hann hefði fyrirgefið Höskuldi fyrir sín ummæli eftir leikinn á föstudag. Það er ljóst að það er mikill rígur á milli þessara tveggja liða sem kryddar vel upp á íslenskan fótbolta.


Athugasemdir
banner