Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mán 05. júní 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kvaradona elskar Napoli - „Stuðningsmenn geta verið bjartsýnir"
Mynd: EPA

Khvicha Kvaratskhelia leikmaður Napoli segist ekki vera á förum frá félaginu en þessi 22 ára gamli Georgíumaður hefur vakið athygli fyrir frammistöðuna með ítölsku meisturunum.


Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Liveprool, Man City og Newcastle en honum líður vel í Napoli.

„Geta stuðningsmenn Napoli verið bjartsýnir? Auðvitað geta þeir það. Ég elska Napoli," sagði Kvaratskhelia í samtali við DAZN.

Fabrizio Romano greinir frá því að Napoli sé tilbúið að bjóða honum launahækkun en viðræður fara fljótlega af stað.


Athugasemdir
banner
banner