Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 05. júní 2023 09:02
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou búinn að gera samkomulag við Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur gert munnlegt samkomulag við Ange Postecoglou sem mun taka við stjórnartaumunum hjá félaginu. Tottenham þarf nú að semja við Celtic í Glasgow um greiðslu á bótum.

Guardian greinir frá því að Tottenham og Postecoglou hafi náð munnlegu samkomulagi um tveggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu.

Celtic vann þrennuna undir stjórn Postecoglou á þessu tímabili; skoska meistaratitilinn, bikarinn og deildabikarinn.

Tottenham hefur ekki verið með fastráðinn stjóra síðan Antonio Conte hætti í mars. Cristian Stellini og síðan Ryan Mason tóku við sem bráðabirgðastjórar. Tímabil Tottenham var vonbrigði og liðið endaði í áttunda sæti, missti af Evrópusæti.

Postecoglou hefur gert magnaða hluti hjá Celtic síðan hann tók við liðinu 2021. Hann var áður stjóri Yokohama F. Marinos í Japan Brisbane Roar og Melbourne Victory í Ástralíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner