Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 05. júní 2023 09:02
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou búinn að gera samkomulag við Tottenham
Tottenham hefur gert munnlegt samkomulag við Ange Postecoglou sem mun taka við stjórnartaumunum hjá félaginu. Tottenham þarf nú að semja við Celtic í Glasgow um greiðslu á bótum.

Guardian greinir frá því að Tottenham og Postecoglou hafi náð munnlegu samkomulagi um tveggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu.

Celtic vann þrennuna undir stjórn Postecoglou á þessu tímabili; skoska meistaratitilinn, bikarinn og deildabikarinn.

Tottenham hefur ekki verið með fastráðinn stjóra síðan Antonio Conte hætti í mars. Cristian Stellini og síðan Ryan Mason tóku við sem bráðabirgðastjórar. Tímabil Tottenham var vonbrigði og liðið endaði í áttunda sæti, missti af Evrópusæti.

Postecoglou hefur gert magnaða hluti hjá Celtic síðan hann tók við liðinu 2021. Hann var áður stjóri Yokohama F. Marinos í Japan Brisbane Roar og Melbourne Victory í Ástralíu.
Athugasemdir
banner
banner