Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   fim 05. júlí 2018 13:52
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Blikar vilja vinna titla
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, býst við erfiðum leik á laugardaginn þegar leikið verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Eyjamenn unnu flottan 3-0 sigur gegn Grindavík í síðasta leik.

Breiðablik vann 4-1 þegar liðið mætti ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar en Ágúst býst við erfiðari leik núna.

„Þeir hafa sýnt að þeir hafa mjög gott skyndisóknarlið og refsa vel. Þeir gerðu það gegn Grindavík í síðasta leik. Eyjamenn líta vel út og verða bara betri eftir því sem líður á sumarið. Við verðum að vera tilbúnir í alla staði," segir Ágúst.

Elfar Freyr Helgason hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla en hans bataferli miðar vel.

„Það styttist í hann. Hann er búinn að vera frá í fjórar vikur, það eru kannski tvær vikur eftir. Hann er byrjaður að æfa aðeins og ætti að vera klár um miðjan mánuðinn eða seint í honum."

„Við erum enn í baráttunni á öllum vígstöðum. Við erum í þriðja sæti í deildinni og komnir í undanúrslit í bikarnum. Við viljum gera enn betur og við viljum vinna titla. Þá er gott að vera ekki langt frá öllu."

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í dag en þar mun Breiðablik leika gegn Víkingi R. eða Víkingi Ó. í ágúst.

„Þetta verður erfiður leikur. Við verðum að vera vel gíraðir í þetta," segir Ágúst en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikir 12. umferðar Pepsi-deildarinnar:

fimmtudagur 5. júlí
18:30 KA-Fjölnir (Akureyrarvöllur)
19:15 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)

laugardagur 7. júlí
12:15 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
16:00 Keflavík-Stjarnan (Nettóvöllurinn)

mánudagur 9. júlí
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner