29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 05. júlí 2018 13:52
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Blikar vilja vinna titla
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, býst við erfiðum leik á laugardaginn þegar leikið verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Eyjamenn unnu flottan 3-0 sigur gegn Grindavík í síðasta leik.

Breiðablik vann 4-1 þegar liðið mætti ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar en Ágúst býst við erfiðari leik núna.

„Þeir hafa sýnt að þeir hafa mjög gott skyndisóknarlið og refsa vel. Þeir gerðu það gegn Grindavík í síðasta leik. Eyjamenn líta vel út og verða bara betri eftir því sem líður á sumarið. Við verðum að vera tilbúnir í alla staði," segir Ágúst.

Elfar Freyr Helgason hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla en hans bataferli miðar vel.

„Það styttist í hann. Hann er búinn að vera frá í fjórar vikur, það eru kannski tvær vikur eftir. Hann er byrjaður að æfa aðeins og ætti að vera klár um miðjan mánuðinn eða seint í honum."

„Við erum enn í baráttunni á öllum vígstöðum. Við erum í þriðja sæti í deildinni og komnir í undanúrslit í bikarnum. Við viljum gera enn betur og við viljum vinna titla. Þá er gott að vera ekki langt frá öllu."

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í dag en þar mun Breiðablik leika gegn Víkingi R. eða Víkingi Ó. í ágúst.

„Þetta verður erfiður leikur. Við verðum að vera vel gíraðir í þetta," segir Ágúst en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikir 12. umferðar Pepsi-deildarinnar:

fimmtudagur 5. júlí
18:30 KA-Fjölnir (Akureyrarvöllur)
19:15 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)

laugardagur 7. júlí
12:15 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
16:00 Keflavík-Stjarnan (Nettóvöllurinn)

mánudagur 9. júlí
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner