Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Förum eftir öllum þeim reglum sem eru í gangi"
Ásmundur Arnarsson og Gunnar Már Guðmundsson, aðstoðarþjálfari hans.
Ásmundur Arnarsson og Gunnar Már Guðmundsson, aðstoðarþjálfari hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta, sem eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni, fengu til sín skoska leikmanninn Kieran McGrath áður en félagaskiptaglugginn lokaði í síðustu viku.

McGrath spilaði ekki með liðinu þegar Grótta gerði 4-4 jafntefli við HK í Pepsi Max-deildinni í gær. Það er vegna þess að Grótta ákvað að láta hann fara í sóttkví við komuna til landsins.

Stjórn Gróttu ætlar að sýna ábyrgð með því að taka enga áhættu í kórónaveirufaraldrinum en þegar er eitt lið í Pepsi Max-deild karla í sóttkví, Stjarnan, eftir að smit greindist í leikmannahópnum.

Fjölnir, hinir nýliðarnir í Pepsi Max-deildinni, fékk til sín tvo erlenda leikmenn áður en glugginn lokaði. Danski sóknarmaðurinn Christian Sivebæk og ungverski Peter Zachan komu til félagsins. Fjölnir fóru ekki sömu leið og Grótta með því að láta þessa leikmenn fara í sóttkví.

„Við förum eftir öllum þeim reglum sem eru í gangi, förum mjög varlega," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-1 tap gegn Fylki um sína nýju leikmenn.

„Þeir koma af öruggum svæðum, ekki síður öruggum en landið hér. Þeir voru skimaðir og hafa verið skimaðir reglulega í sínu umhverfi. Ég held að það séu meiri líkur á því að þeir smitist hér innanlands en að þeir komi með smit," sagði Ási.
Ási Arnars: Stór atriði sem að þarf að skoða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner