Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 05. júlí 2020 18:53
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er bara ótrúlega svekktur. Við vorum komnir með þetta nánast í báðar hendur. Mark seint í leiknum og þrjár mínútur eftir," sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir dramatískt 2-2 jafntefli gegn Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

KA skoraði á 90 mínútu úr víti en Breiðablik fékk víti í næstu sókn eftir að Hrannar leikmaður KA rann á Greifavellinum og fékk boltann í hendina innan teigs.

„Svo hvernig við fáum á okkur vítið er náttúrulega ótrúlega óheppni. Fyrst við vorum komnir svona ótrúlega nálægt þessu þá er ég gríðalega svekktur."

Breiðablik voru flottir sóknarlega í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu.

„Á móti Blikunum þarft að loka ákveðnum svæðum og við vorum búnir að undirbúa það mjög vel. Færslurnar voru alveg upp á tíu. Ég held það hafi verið tvisvar sem við klikkum aðeins á hreyfingum og þá komast þeir í góð skotsénsa en þá tók Aron Dagur. Ég er mjög ánægður með leikplanið og við vorum svo grátlega nálægt því að klára þetta en svona er fótboltinn. Við verðum bara að taka þetta stig áfram og fara að einbeita okkur að næsta verkefni."

Mikið hefur verið rætt um ágæti Greifavallarins.

„Þetta er bara fótboltavöllur. Mér leiðist svona neikvæð umræða. Þetta er bara okkar völlur og við fílum okkur hérna. Fókusinn á náttúrlega að fara á leikinn sjálfan og bæði lið eiga gera eins og vel og hægt er. Ég get alveg eins kvartað yfir rennandi blautu plasti ef því er að skipta."

Nökkvi var ekki í hóp í dag.

„Hann ristarbrotnar og það var mikið áfall fyrir okkur. Við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður en þetta eru 3-7 vikur. Þetta hefur verið viðlogandi í kringum okkur. Hitt er annað mál að við erum alveg með spræka stráka sem fá bara tækifæri á móti og við bara verðum að vinna í lausnum."

KA á Fylkir á útivelli í næsta leik.

„Við verðum að ganga frá þessum leik og síðan fara að undirbúa okkur fyrir það. Fylkir er með gott fótboltalið og við verðum að vera með okkar á hreinu til að fá eitthvað út úr þeim leik. Stefnum að því að ná í okkar fyrsta sigur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner