Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   sun 05. júlí 2020 18:53
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er bara ótrúlega svekktur. Við vorum komnir með þetta nánast í báðar hendur. Mark seint í leiknum og þrjár mínútur eftir," sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir dramatískt 2-2 jafntefli gegn Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

KA skoraði á 90 mínútu úr víti en Breiðablik fékk víti í næstu sókn eftir að Hrannar leikmaður KA rann á Greifavellinum og fékk boltann í hendina innan teigs.

„Svo hvernig við fáum á okkur vítið er náttúrulega ótrúlega óheppni. Fyrst við vorum komnir svona ótrúlega nálægt þessu þá er ég gríðalega svekktur."

Breiðablik voru flottir sóknarlega í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu.

„Á móti Blikunum þarft að loka ákveðnum svæðum og við vorum búnir að undirbúa það mjög vel. Færslurnar voru alveg upp á tíu. Ég held það hafi verið tvisvar sem við klikkum aðeins á hreyfingum og þá komast þeir í góð skotsénsa en þá tók Aron Dagur. Ég er mjög ánægður með leikplanið og við vorum svo grátlega nálægt því að klára þetta en svona er fótboltinn. Við verðum bara að taka þetta stig áfram og fara að einbeita okkur að næsta verkefni."

Mikið hefur verið rætt um ágæti Greifavallarins.

„Þetta er bara fótboltavöllur. Mér leiðist svona neikvæð umræða. Þetta er bara okkar völlur og við fílum okkur hérna. Fókusinn á náttúrlega að fara á leikinn sjálfan og bæði lið eiga gera eins og vel og hægt er. Ég get alveg eins kvartað yfir rennandi blautu plasti ef því er að skipta."

Nökkvi var ekki í hóp í dag.

„Hann ristarbrotnar og það var mikið áfall fyrir okkur. Við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður en þetta eru 3-7 vikur. Þetta hefur verið viðlogandi í kringum okkur. Hitt er annað mál að við erum alveg með spræka stráka sem fá bara tækifæri á móti og við bara verðum að vinna í lausnum."

KA á Fylkir á útivelli í næsta leik.

„Við verðum að ganga frá þessum leik og síðan fara að undirbúa okkur fyrir það. Fylkir er með gott fótboltalið og við verðum að vera með okkar á hreinu til að fá eitthvað út úr þeim leik. Stefnum að því að ná í okkar fyrsta sigur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner