PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hrós og hársprey - „Meinti sem leikmaður inni á vellinum“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 05. júlí 2020 18:53
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er bara ótrúlega svekktur. Við vorum komnir með þetta nánast í báðar hendur. Mark seint í leiknum og þrjár mínútur eftir," sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir dramatískt 2-2 jafntefli gegn Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

KA skoraði á 90 mínútu úr víti en Breiðablik fékk víti í næstu sókn eftir að Hrannar leikmaður KA rann á Greifavellinum og fékk boltann í hendina innan teigs.

„Svo hvernig við fáum á okkur vítið er náttúrulega ótrúlega óheppni. Fyrst við vorum komnir svona ótrúlega nálægt þessu þá er ég gríðalega svekktur."

Breiðablik voru flottir sóknarlega í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu.

„Á móti Blikunum þarft að loka ákveðnum svæðum og við vorum búnir að undirbúa það mjög vel. Færslurnar voru alveg upp á tíu. Ég held það hafi verið tvisvar sem við klikkum aðeins á hreyfingum og þá komast þeir í góð skotsénsa en þá tók Aron Dagur. Ég er mjög ánægður með leikplanið og við vorum svo grátlega nálægt því að klára þetta en svona er fótboltinn. Við verðum bara að taka þetta stig áfram og fara að einbeita okkur að næsta verkefni."

Mikið hefur verið rætt um ágæti Greifavallarins.

„Þetta er bara fótboltavöllur. Mér leiðist svona neikvæð umræða. Þetta er bara okkar völlur og við fílum okkur hérna. Fókusinn á náttúrlega að fara á leikinn sjálfan og bæði lið eiga gera eins og vel og hægt er. Ég get alveg eins kvartað yfir rennandi blautu plasti ef því er að skipta."

Nökkvi var ekki í hóp í dag.

„Hann ristarbrotnar og það var mikið áfall fyrir okkur. Við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður en þetta eru 3-7 vikur. Þetta hefur verið viðlogandi í kringum okkur. Hitt er annað mál að við erum alveg með spræka stráka sem fá bara tækifæri á móti og við bara verðum að vinna í lausnum."

KA á Fylkir á útivelli í næsta leik.

„Við verðum að ganga frá þessum leik og síðan fara að undirbúa okkur fyrir það. Fylkir er með gott fótboltalið og við verðum að vera með okkar á hreinu til að fá eitthvað út úr þeim leik. Stefnum að því að ná í okkar fyrsta sigur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner