Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   sun 05. júlí 2020 18:53
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er bara ótrúlega svekktur. Við vorum komnir með þetta nánast í báðar hendur. Mark seint í leiknum og þrjár mínútur eftir," sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir dramatískt 2-2 jafntefli gegn Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

KA skoraði á 90 mínútu úr víti en Breiðablik fékk víti í næstu sókn eftir að Hrannar leikmaður KA rann á Greifavellinum og fékk boltann í hendina innan teigs.

„Svo hvernig við fáum á okkur vítið er náttúrulega ótrúlega óheppni. Fyrst við vorum komnir svona ótrúlega nálægt þessu þá er ég gríðalega svekktur."

Breiðablik voru flottir sóknarlega í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu.

„Á móti Blikunum þarft að loka ákveðnum svæðum og við vorum búnir að undirbúa það mjög vel. Færslurnar voru alveg upp á tíu. Ég held það hafi verið tvisvar sem við klikkum aðeins á hreyfingum og þá komast þeir í góð skotsénsa en þá tók Aron Dagur. Ég er mjög ánægður með leikplanið og við vorum svo grátlega nálægt því að klára þetta en svona er fótboltinn. Við verðum bara að taka þetta stig áfram og fara að einbeita okkur að næsta verkefni."

Mikið hefur verið rætt um ágæti Greifavallarins.

„Þetta er bara fótboltavöllur. Mér leiðist svona neikvæð umræða. Þetta er bara okkar völlur og við fílum okkur hérna. Fókusinn á náttúrlega að fara á leikinn sjálfan og bæði lið eiga gera eins og vel og hægt er. Ég get alveg eins kvartað yfir rennandi blautu plasti ef því er að skipta."

Nökkvi var ekki í hóp í dag.

„Hann ristarbrotnar og það var mikið áfall fyrir okkur. Við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður en þetta eru 3-7 vikur. Þetta hefur verið viðlogandi í kringum okkur. Hitt er annað mál að við erum alveg með spræka stráka sem fá bara tækifæri á móti og við bara verðum að vinna í lausnum."

KA á Fylkir á útivelli í næsta leik.

„Við verðum að ganga frá þessum leik og síðan fara að undirbúa okkur fyrir það. Fylkir er með gott fótboltalið og við verðum að vera með okkar á hreinu til að fá eitthvað út úr þeim leik. Stefnum að því að ná í okkar fyrsta sigur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner