Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Kári Árna: Þetta er eitthvað sem engu máli skiptir
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, ræddi við Jóhann Pál Ástvaldsson á RÚV
í kvöld en hann fór yfir leik liðsins gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann telur að dómarinn hafi ekki þurft að reka Kristal af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Malmö vann Víking, 3-2, í Svíþjóð. Kristall Máni jafnaði metin fyrir Víking á 38. mínútu og uppskar sitt annað gula spjald fyrir að hlaupa til stuðningsmanna Malmö og 'sussa'.

Hann hafði fengið gult spjald fyrir meinta dýfu fyrr í leiknum en Kristall hafði ekki hugmynd um að hann mætti ekki æsa í stuðningsmönnum andstæðingsins.

Kári ræddi við RÚV um spjöldin sem Kristall fékk í leiknum.

„Ég sé þegar hann fær fyrsta gula þá er það eitthvað væl hjá bekknum hjá Malmö yfir því að hann sé að dýfa sér. En hann lætur sig detta í rauninni áður en snertingin kemur. Snertingin var á leiðinni. Ef hann hefði hlaupið áfram hefði hann bara farið í tæklinguna. Hann er í rauninni bara að passa sig. Það er nú oftast þannig að ef þú lætur þig ekki detta þá færðu ekki aukaspyrnu. Þannig ef hann hefði hlaupið með ökklann í þetta hefði þetta endað verr. Jájá hann dettur þarna vissulega og ég veit ekki með þetta gula spjald. Þetta var nú dálítið þannig að það fengu allir hjá okkur gul spjöld fyrir einhver venjuleg brot úti á velli. Þeir virtust ekki fá neitt," sagði Kári um gula spjaldið sem hann fékk fyrir meinta dýfu.

Hann telur að dómari leiksins hafi ekki þurft að reka Kristal af velli en að vissulega sé þetta réttur dómur.

„En svo er það víst í reglubókinni að þú mátt ekki vera að hita upp í stuðningsmönnum andstæðingsins þannig að það er svo sem réttlætanlegt. En fyrsta gula er mjög tæpt. Auðvitað eru þetta reglurnar en þetta eru tvítugir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref í Evrópubolta og reka þá út fyrir eitthvað svona. Þú þarft ekkert að gera það. Það er ekki eins og þeir séu að brjóta eitthvað fólskulega af sér. Þetta er eitthvað sem engu máli skiptir," sagði Kári ennfremur.

Skoða það hvort Víkingur ætli að leita réttar síns

Kári var spurður að því hvort Víkingur ætlaði að leita réttar síns en dómarinn átti ævintýralega slakan leik og hallaði rosalega á dómgæsluna á köflum.

„Það er eitthvað sem við höfum ekki rætt. Við kannski förum yfir þetta og skoðum þetta. Með þessu áframhaldi verður hálft liðið í banni ef við fáum svipaðan dómara í næsta leik."

„En við gáfum sænsku meisturum heldur betur leik. Lið sem er með 50 milljónir evra inni á bankareikning og getur keypt nokkurn veginn hvern sem þeir vilja í Skandinavíu. Þannig ég er gríðarlega stoltur af þjálfarateyminu og leikmönnum að gefa þeim alvöru leik. Þeir fundu heldur betur fyrir því,"
sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner