Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Liðið æfir með EM boltann - „Erum búnar að ná honum núna"
Icelandair
Telma grípur boltann.
Telma grípur boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska landsliðið hefur æft saman núna í um tvær vikur fyrir Evrópumótið sem er framundan.

Liðið hefur verið að æfa með boltann sem spilað verður með á EM í sumar; sérstakan EM bolta.

Telma Ívarsdóttir, markvörður landsliðsins, var spurð að því í viðtali í gær hvernig hefur gengið að aðlagast þessum nýja bolta.

„Það var svolítið skrítið í byrjun; við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvort þeir væru þungir eða léttir, og þeir voru líka svolítið sleipir fyrst en þeir eru góðir núna. Við erum búnar að ná honum núna,” sagði Telma.

Meðfylgjandi þessari frétt er myndir af boltanum og hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Telmu.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Telma segir tilfinninguna óraunverulega: Komu alveg nokkur tár
Athugasemdir
banner
banner
banner