Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. ágúst 2020 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Sala landsliðsvarnings fer vel af stað
Mynd: fyririsland.is/
Eins og mörgum er kunnugt munu landslið Íslands í knattspyrnu keppa í Puma vörum næstu 5 árin. Ný landsliðstreyja er á leiðinni til landsins og mun forsala hennar hefjast innan skamms í vefversluninni fyririsland.is sem sérhæfir sig í varningi tengdum landsliðum Íslands í fótbolta.

Frá 1. júlí hefur þar verið til sölu ýmis konar varningur tengdur íslensku landsliðunum og hefur salan farið mjög vel af stað.

„Salan hefur verið ótrúlega góð til þessa og hefur nokkrum sinnum þurft að panta meira inn til að anna eftirspurninni. Vinsælustu vörurnar eru án efa æfingafatnaðurinn og þá helst hálfrennd æfingapeysa og flottur æfingabolur í barna og fullorðins stærðum. Fyrir Ísland býður ekki bara upp á vörur sem koma frá Puma heldur er fjöldinn allur af öðrum vörum og má þar nefna, gallaskyrtur, glæsilega herra- og kvennjakka, húfur, trefla og fleira og eru þessar vörur ekki síður vinsælar,“ segir Árni Esra Einarsson hjá Margt smátt sem er samstarfsaðili KSÍ og rekur fyririsland.is.

„Við erum stöðugt að bæta í vöruvalið, nýjar vörur koma inn reglulega. Nýtt útlit landsliðanna, þá sérstaklega nýja merkið, og flottar vörur frá Puma eru að falla í afar góðan jarðveg,“ segir Árni.

Áhuginn á varningnum er ekki aðeins bundinn við landsteinana og þegar hefur mikill fjöldi erlendra stuðningsmanna skráð sig á póstlista til að fá upplýsingar um hvenær forsala treyjunnar hefst.

Athugasemdir
banner
banner
banner