Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 05. ágúst 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Filip Kostic færist nær Juventus - Hefur ekki lengur áhuga á West Ham
Mynd: Getty Images
Juventus fundaði með Eintracht Frankfurt og er að færast nær samkomulagi um kaup á Filip Kostic.

West Ham hefur verið að vinna í því að fá Kostic en samkvæmt fjölmiðlum hefur umboðsmaður hans tilkynnt enska úrvalsdeildarfélaginu að hann hafi ekki lengur áhuga.

Samningur Kostic við Frankfurt rennur út í júní 2023.

Talið er að Juve geti keypt hann fyrir um 18 milljónir evra.

Kostic er 29 ára serbneskur landsliðsmaður sem hjálpaði Frankfurt að vinna Evrópudeildina á síðasta tímabili.

Hann verður í eldlínunni gegn Bayern München í kvöld, í opnunarleik þýsku Bundesligunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner