Gonzalo Garcia mun ekki lengur æfa með varaliði Real Madrid, hann mun bara æfa og spila með aðalliðinu framvegis.
Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að sóknarmaðurinn efnilegi muni þá fá treyju númer níu hjá Madrídarstórveldinu fyrir komandi keppnistímabil.
Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að sóknarmaðurinn efnilegi muni þá fá treyju númer níu hjá Madrídarstórveldinu fyrir komandi keppnistímabil.
Kylian Mbappe var með það treyjunúmer á bakinu á síðustu leiktíð, en hann fékk tíuna eftir að Luka Modric fór til AC Milan.
Því var nían laus og var talað um að brasilíski táningurinn Endrick gæti fengið það númer, en svo verður ekki. Það var mikið talað um Endrick áður en hann kom til Real Madrid en hann hefur lítið heillað eftir komu sína til félagsins.
Garcia, sem er 21 árs gamall, var öflugur á HM félagsliða í sumar og er í plönum Xabi Alonso fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir