Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonar að Newcastle frysti Isak - „Það samband er bara dautt"
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Isak vill fara frá Newcastle.
Isak vill fara frá Newcastle.
Mynd: EPA
Alexander Isak er mættur aftur til æfinga hjá Newcastle en hann er að berjast fyrir því að komast til Liverpool. Fyrir helgi gerði Liverpool 110 milljón punda tilboð í leikmanninn sem Newcastle hafnaði.

Framherjinn vill fara til Liverpool og verið mjög skýr með að vilja ganga í raðir Englandsmeistarana.

Benedikt Bóas Hinriksson, stuðningsmaður Newcastle, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net og var þar spurður út í stöðu Isak.

„Ég vona að við höldum honum sem lengst. Hann er bundinn þarna í þrjú ár. Hann skrifaði undir einhvern fimm ára samning. Máttur leikmanna er orðinn svo mikill, þeir fara bara í verkfall," sagði Benedikt Bóas.

„Newcastle þarf í raun ekki þessar 150 milljónir punda. Þeir eiga nægan pening. Það væri helvítis skita að missa besta framherja í heimi. Ég vona að þetta verði þannig að Alexander Isak verði frystur og við greiðum honum þessi laun því okkur munar ekkert um það. Þetta verði í fyrsta sinn sem félagið stendur keikt gegn sínum leikmanni."

„Samband Newcastle og Alexander Isak er búið. Við vorum með þjóðfána Svíþjóðar í norðurstúkunni, töluna 14 í suðurstúkunni og það stóð Isak í miðjustúkunni. Það samband er bara dautt," sagði Benedikt Bóas en það hefur ekki gengið vel hjá Newcastle í sumar.

Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Verslunarmannahelgin með Túfa
Athugasemdir
banner