Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 05. september 2020 16:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi Gunnlaugs: Thomas er helvítis refur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag klukkan 13:00 fór fram leikur Fjölnis og Breiðablik í Grafarvogi þar sem leikar enduðu með nokkuð sannfærandi sigri Blika en þar voru lokatölurnar 4-1 fyrir Blika.

"Ánægður með strákana, góð frammistaða, góð úrslit, það er alls ekki gefið að koma hingað, þótt Fjölnir séu neðstir eru þeir að berjast eins og ljón og mér finnst þeir oft hafa verið óheppnir í sínum leikjum með úrslit þannig þetta var bara góður sigur og mikilvægur"

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  4 Breiðablik

Thomas Mikkelsen var frábær í liði Blika í dag og skoraði tvö mörk og þar af eitt í glæsilegari kantinum, hvernig er að hafa svona gaur alltaf í teignum?

"Hann er helvítis refur og það skiptir ógeðslega miklu máli eins og í stöðunni 2-1 þar sem þeir eru svona að komast inn í þetta og kannski okkar versti kafli í leiknum allavega sóknarlega þar sem við erum ekki alveg að ná að skapa okkur neitt, svo kemur bara einn kross og hann bara refur í boxinu og setur hann í sammann"

Hversu sáttur var Höskuldur með frammistöðuna?

"Bara mjög sáttur, eins og ég segi þá vorum við bara compact í varnarleiknum, fáum jú á okkur eitt mark en þeir eru sterkir í fyrirgjöfum og líkamlega sterkir þannig en annars fannst mér við bara vera vinna fyrir hvorn annann, varnarlega og sóknarlega, bara svona góð heildarframmistaða"
Athugasemdir