Spænska félagið Barcelona hefur náð samkomulagi við Africa Foot um kaup á undrabarninu Ibrahim Diarra en þetta segir spænski miðillinn Sport.
Diarra, sem verður 18 ára í desember, er talinn efnilegasti leikmaður Malí.
Hann skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar á HM U17 ára í Indónesíu á síðasta ári.
Sport segir að Diarra sé á leið til Barcelona á Spáni, en hann mun formlega ganga í raðir félagsins um áramótin.
Diarra mun spila með B-liði Barcelona út tímabilið.
Hann verður annar landsliðsmaður Malí til að spila fyrir Barcelona á eftir Seydou Keita sem lék með liðinu frá 2008 til 2012.
Athugasemdir