mið 05. október 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Handviss um að Potter muni ná árangri með Chelsea
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Klukkan 19 verður flautað til leiks Chelsea og AC Milan á Stamford Bridge. Þessi Meistaradeildarleikur er stærsti leikur Graham Potter til þess sem stjóri Chelsea.

Hann gerði 1-1 jafntefli við RB Salzburg í Meistaradeildinni í fyrsta leik sínum við stjórnvölinn og vann svo 2-1 sigur gegn Crystal Palace í Meistaradeildinni.

Það er pressa á Chelsea fyrir leik kvöldsins, liðið er á botni riðilsins og þarf á sigri að halda.

Adam Lallana, miðjumaður Brighton, spilaði undir stjórn Potter hjá Brighton og segist handviss um að hann muni ná árangri hjá Chelsea, ef hann fær tíma til að byggja upp liðið.

„Ég reikna fastlega við því að hann muni gera frábæra hluti þarna. Ég er ekki í nokkrum vafa að með þennan leikmannahóp og hæfileika þá nái hann liðinu á flug," segir Lallana.

„Þetta er miskunnarlaus bransi og Chelsea er þekkt fyrir að vinna titla. En þetta er áskorun sem hann er kkárlega tilbúinn í og með getu fyrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner