Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   lau 05. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía með stórleik gegn ríkjandi Ítalíumeisturum
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti algjöran stórleik fyrir Inter í ítalska boltanum á þessum laugardegi.

Hún var maður leiksins þegar Inter gerði 1-1 jafntefli gegn ríkjandi Ítalíumeisturum Roma á heimavelli.

Roma átti alls 21 marktilraun í dag en þeim tókst einungis að skora einu sinni og átti Cecilía stóran þátt í því. Roma tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks en Inter jafnaði úr víti seint í leiknum.

Cecilía, sem er 21 árs gömul, er á láni hjá Inter frá þýska stórveldinu Bayern München. Hún hefur verið nokkuð mikið meidd að undanförnu en er að koma sterk til baka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner