Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 16:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jordan Smylie ætlar að spila aftur á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Smylie lék á Íslandi tímabilið 2023, hann er 24 ára framherji sem lék með Keflavík og Haukum. Hann stefnir samkvæmt heimildum Fótbolta.net að því að spila aftur á Íslandi í sumar.

Keflavík var í leit að framherja fyrir tveimur árum síðan í stað Joey Gibbs og tölfræði landa hans, Smylie, vakti athygli. Hann var með betri tölfræði en Gibbs hafði verið með í Ástralíu og Gibbs hafði reynst Keflvíkingum vel.

Hann skoraði í einum leik í Lengjubikarnum en skoraði svo ekki aftur fyrir Keflavík. Hann missti úr vegna meiðsla, kom við sögu í átta leikjum í deild og tveimur í bikarnum áður en hann var lánaður til Hauka. Þar skoraði hann eitt mark í tíu leikjum.

Smylie er að leita sér að liði á Ísslandi og hefur verið að æfa með liðum hér á reynslu. Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Íslandi og því ekkert því til fyrirstöðu að hann skrifi undir hjá liði fyrri komandi tímabil. Smylie vill sýna hversu góður fótboltamaður hann er í raun og veru.

Hann skoraði fimm mörk í 16 deildarleikjum á næst efsta stigi í Ástralíu á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner