Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. desember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: Ég ákveð ekki framtíð mína
Mynd: Getty Images
Framtíð Marco Silva hjá Everton er í hættu eftir skelfilegan árangur á upphafi tímabils.

Everton tapaði nágrannaslagnum gegn Liverpool 5-2 í gærkvöldi og segist Silva ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Við megum ekki fá svona mörk á okkur. Við vissum allt um hvernig þeir myndu spila, hvort sem Origi, Salah eða Firmino er á vellinum," sagði Silva eftir tapið.

„Við gerðum mikið af mistökum en við sýndum baráttuanda og minnkuðum muninn. Við hefðum getað jafnað en að lokum voru þeir betri og áttu skilið að fá þrjú stig.

„Það er mikil pressa á leikmönnum útaf slæmu gengi og þeir eru að gera sum mistök sem eru ekki eðlileg miðað við gæðin sem við búum yfir.

„Ég er ekki rétta manneskjan til að spyrja um framtíð mína, ég ákveð hana ekki. Þetta er spurning fyrir annað fólk."

Athugasemdir
banner
banner