Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. desember 2019 16:36
Elvar Geir Magnússon
Segja að Ísland mæti Póllandi í júní
Icelandair
Alfreð Finnbogason skoraði síðast þegar við mættum Póllandi.
Alfreð Finnbogason skoraði síðast þegar við mættum Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pólskir fjölmiðlar segja að Ísland muni heimsækja Pólland og leika vináttulandsleik við heimamenn þann 9. júní á næsta ári.

Leikurinn mun fara fram í Poznań, fimmtu fjölmennustu borg landsins.

Pólverjar hafa tryggt sér sæti á EM sem fram fer síðar um sumarið en Ísland er á leið í umspil eins og lesendur vita.

Við mætum Rúmeníu í undanúrslitunum í umspilinu á Laugardalsvelli í mars, og annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli ef við komumst í úrslitaleikinn.

Ef pólskir fjölmiðlar hafa rétt fyrir sér verður þetta fimmti vináttulandsleikur Íslands og Póllands í A-landsliðum karla. Síðast mættust liðin í Varsjá 2015 fyrir framan troðfullum stúkum.

Pólland vann 4-2 í þeim leik en Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.
Athugasemdir
banner
banner
banner