Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   þri 05. desember 2023 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Wolves og Burnley: Bentley inn fyrir Jose Sa - Jói Berg áfram á bekknum
Mynd: Wolves
Wolves fær Burnley í heimsókn í úrvalsdeildinni í kvöld.

Það eru fjórar breytingar á byrjunarliði Wolves sem tapaði gegn Arsenal í síðustu umferð.

Dan Bentley kemur í markið fyrir meiddan Jose Sa. Mario Lemina og Joao Gomes hafa tekið út leikbann þeir koma inn í stað Boubacar Traore og Tommy Doyle. Þá kemur Pablo Sarabia inn fyrir Jean-Ricner Bellegarde.

Það er ein breyting á liði Burnley sem valtaði yfir Sheffield United í síðasta leik. Jordan Beyer tekur út leikbann og Hjalmar Ekdal kemur inn. Jóhann Berg er áfram á varamannabekknum.

Wolves: Bentley, Kilman, Dawson, Toti, Semedo, Lemina, Gomes, H.Bueno, Sarabia, Cunha, Hwang.

Burnley: Trafford, Vitinho, O’Shea, Ekdal, Taylor, Bruun Larsen, Brownhill, Berge, Koleosho, Rodriguez, Amdouni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner