Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   þri 05. desember 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ísland spilar á heimavelli Messi og Beckham
Fyrir utan leikvang Inter Miami.
Fyrir utan leikvang Inter Miami.
Mynd: EPA
Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í janúar. Þann 13. janúar mætir liðið Gvatemala og þann 17. janúar verður mótherjinn Hondúras.

Báðir leikirnir eru utan hefðbundins FIFA glugga og fara fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída.

Leikvangurinn tekur 21 þúsund manns í sæti og er heimavöllur Inter Miami, félagsins sem David Beckham á og Lionel Messi spilar fyrir.

Leikvangurinn hefur oft verið notaður fyrir landsleiki en kvennalandslið Bandaríkjanna vann 3-0 sigur gegn Kína á honum fyrir nokkrum dögum. Þá mun Kólumbía leika vináttulandsleik gegn Venesúela á vellinum næsta sunudag.

Inter Miami hyggst flytja af vellinum eftir tvö ár en þá á að vera tilbúinn nýr leikvangur, Miami Freedom Park.
Athugasemdir
banner
banner