Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   þri 05. desember 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Jorginho: Ekki hægt að líka ekki við Kai
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: EPA
Jorginho miðjumaður Arsenal kemur liðsfélaga sínum Kai Havertz til varnar en Havertz hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir að hafa verið keyptur frá Chelsea á 65 milljónir punda í sumar.

Havertz var þrjú ár hjá Chelsea, skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á fyrsta tímabilinu en átti mjög kaflaskipt ár.

Hann fór hægt af stað á ferli sínum hjá Arsenal, skoraði bara eitt mark í fyrstu nítján leikjumum og það úr vítaspyrnu.

„Ef þú hefur þekkingu á fótbolta er ómögulegt að líka ekki við Kai. Það er ekki hægt,“ segir Jorginho.

„Þegar þú ert að spila með honum sérðu strax hæfileikana sem hann hefur og hvað hann hefur fram að færa. Maður horfir bara á hann og skilur hvað hann vill og hverju hann býst við frá þér, hvert hann vill fá boltann. Hvernig hann beitir líkama sínum. Hann veit hvað hann vill næst og það auðveldar hlutina fyrir samherja hans."

Havertz hefur skorað í tveimur af þremur síðustu leikjum og virðist vera að finna sig betur hjá nýjum vinnuveitendum. Arsenal mætir Luton í kvöld klukkan 20:15.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner