Steve Cooper var kátur eftir 1-0 sigur Nottingham Forest í fallbaráttuslag gegn Leeds United í gær.
Leeds var sterkari aðilinn en átti í vandræðum með að skapa sér góð færi. Þegar sóknarmenn liðsins komust í álitlegar stöður vantaði gæðin til að klára.
Keylor Navas, sem er nýkominn til Forest á lánssamningi frá franska stórvelinu PSG, var í byrjunarliðinu og átti frábæran leik. Hann varði nokkrum sinnum vel og tókst að halda hreinu í frumraun sinni í enska boltanum.
„Hann á hrós skilið fyrir að bjarga þessum stigum. Hann var frábær í leiknum, alltaf svo yfirvegaður. Hann tók alltaf réttar ákvarðanir og gerði engin mistök," sagði Cooper þegar hann var spurður út í frammistöðu Navas að leikslokum. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðu liðsins.
„Ef ég á að segja eins og er þá var ég vonsvikinn með spilamennskuna í dag. Við getum gert miklu betur og þurfum að vinna í því að bæta okkur.
„Þetta er líklega í fyrsta sinn sem við spilum illa og fáum samt eitthvað úr leiknum. Við höfum spilað mun betur í fortíðinni og tapað þeim leikjum, þannig að strákarnir áttu skilið að vinna einn svona leik. Við tökum þessi stig og höldum áfram okkar vegferð."

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
2 | Liverpool | 3 | 3 | 0 | 0 | 8 | 4 | +4 | 9 |
3 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
4 | Chelsea | 3 | 2 | 1 | 0 | 7 | 1 | +6 | 7 |
5 | Tottenham | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 1 | +4 | 7 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
9 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
10 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
11 | Man Utd | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 4 | 0 | 4 |
12 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
13 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
14 | West Ham | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
15 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
16 | Man City | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 | 4 | +1 | 3 |
17 | Burnley | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 6 | -2 | 3 |
18 | Brentford | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 5 | -2 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |