Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mán 06. febrúar 2023 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Rafn hélt hreinu gegn kóresku meisturunum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í æfingaleikjum í dag þar sem Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í 1-0 sigri gegn suður-kóresku meisturunum í Ulsan Hyundai.


Elías Rafn er 22 ára gamall og verður áhugavert að fylgjast með honum í Danmörku í sumar.

Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru þá í byrjunarliði Sogndal sem tapaði gegn Álaborg í miklum markaleik. Jónatan Ingi Jónsson byrjaði á bekknum hjá Sogndal.

Lokatölur urðu 3-5 fyrir Álaborg en enginn Íslendingur komst á blað.

Að lokum tapaði Tromsö fyrir Gautaborg og var Hilmir Rafn Mikaelsson í byrjunarliði Tromsö. Hilmir er 19 ára gamall og með treyju númer 9 hjá norska félaginu.

Midtjylland 1 - 0 Ulsan Hyundai

Sogndal 3 - 5 Aalborg

Tromsö 0 - 2 Göteborg


Athugasemdir
banner
banner
banner