Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. febrúar 2023 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nathan Jones, komdu þér burt úr félaginu okkar"
Nathan Jones.
Nathan Jones.
Mynd: EPA
Southampton er á botni ensku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði 3-0 gegn Brentford um liðna helgi.

Stuðningsmenn liðsins eru margir hverjir mjög ósáttir við stjórann Nathan Jones sem tók við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að hafa gert fína hluti með Luton Town.

Á meðan leiknum gegn Brentford stóð þá sungu stuðningsmenn Southampton hástöfum: „Nathan Jones, komdu þér burt úr félaginu okkar."

Talksport sagði svo frá því að eigendur Dýrlinganna væru að skoða að reka hann, þremur mánuðum eftir að hann tók við. Hann virðist ekki vera tilbúinn í þetta starf.

Það er sagt að leikmenn liðsins séu ekki sérlega ánægðir með Jones og er starf hans í hættu. Það er allavega komin mikil pressa á hann.

Úrslitin hafa ekki verið góð og þá hefur framkoma hans í fjölmiðlum ekki þótt heillandi en það er spurning hversu mikinn slaka hann fær hjá yfirmönnum sínum.

Sjá einnig:
Nathan Jones breytir nálgun sinni hjá Southampton
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner