Heimild: Selfoss.net

Selfoss er búið að ganga frá samningi við bandaríska miðjumanninn Grace Skopan sem mun leika með liðinu í sumar.
Grace, 23 ára, er miðjumaður sem lék fyrir Auburn Tigers í fyrra en þar áður var hún leikmaður Virginia Tech.
Hún mun leika með Selfoss í Bestu deildinni í sumar eftir að liðið endaði með 29 stig úr 18 umferðum í fyrra.
„Grace er teknísk og kvik og mun gefa okkur nýja vídd inni á miðjunni. Hún getur unnið vel bæði sóknarlega og varnarlega og mun eflaust koma að einhverjum mörkum í sumar," segir Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss.
Athugasemdir