Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 06. mars 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær ósáttur: Trúi ekki að við höfum spilað á fimmtudegi
Ekki sáttur!
Ekki sáttur!
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki ánægður með að liðið hafi mætt Derby í enska bikarnum í gær, fyrir grannaslaginn gegn Manchester City á sunnudag.

Manchester City spilaði gegn Sheffield Wednesday í enska bikarnum í fyrrakvöld og fær því sólarhring meira en United til undirbúnings fyrir leikinn um helgina.

„Þetta er aftur hjálpin sem við fáum frá enska knattspyrnusambandinu, þessir auka 24 tímar sem þeir fá. Ég trúi því ekki að við þurfum að spila á fimmtudagskvöldi þegar það er grannaslagur framundan á sunnudegi," sagði Solskjær.

„Hver er tilgangurinn með því. Þetta jafnar ekki út stöðuna. Þetta var það sama þegar við unnum þá síðast. Við spiluðum á miðvikudegi fyrir þann leik og þeir á þriðjudagi. Þessir 24 tímar eru mikilvægir og við þurfum að ná góðri endurheimt núna."

Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Dan James voru allir fjarri góðu gamni í gær vegna meiðsla en Solskjær segir að staðan á þeim verðið skoðuð á æfingu á morgun fyrir leikinn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner