Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   lau 06. mars 2021 19:49
Victor Pálsson
Spánn: Negredo hetja Cadiz
Cadiz 1 - 0 Eibar
1-0 Alvaro Negredo('40)

Alvaro Negredo reyndist hetja Cadiz á Spáni í kvöld er liðið spilaði við Eibar í mikilvægum leik fyrir bæði lið.

Eibar var fyrir leikinn í fallsæti með 22 stig en Cadiz með aðeins þremur stigum meira og getur vel dregist niður í fallbaráttuna.

Negredo er fyrrum sóknarmaður Manchester City og skoraði hann eina markið í dag þegar 40 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik.

Eibar fékk gullið tækifæri til að jafna metin úr vítaspyrnu í seinni hálfleik en Marko Dmitrovic mistókst að skora.

Cadiz er nú sex stigum frá fallsæti en hefur leikið leik meira en Alaves sem situr í 19. sætinu og spilar við Betis á mánudag.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner