Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. maí 2021 09:23
Elvar Geir Magnússon
Bikarkeppnin sýnd á RÚV frá og með næsta ári
Víkingar urðu bikarmeistarar 2019 en keppnin var ekki kláruð í fyrra vegna veirufaraldursins.
Víkingar urðu bikarmeistarar 2019 en keppnin var ekki kláruð í fyrra vegna veirufaraldursins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að ganga til samninga við RÚV um útsendingarétt frá bikarkeppni KSÍ fyrir árin 2022 til og með 2026.

„KSÍ og ÍTF óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi tveggja efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna sem og Bikarkeppni beggja kynja. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum og ljóst er að íslensk knattspyrna er eftirsótt sjónvarpsefni. Önnur réttindi, s.s. streymisréttur, nafnaréttur og útsendingaréttur erlendis, fara í sambærilegt ferli í byrjun sumars og er ætlunin að ljúka samningum þar að lútandi í haust," segir í tilkynningu.

„Við erum mjög ánægð með áhuga RÚV á þessari keppni og er það jákvætt skref að þessi elsta og virtasta bikarkeppni landsins verði aðgengileg í sjónvarpi allra landsmanna," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Stefna RÚV er að sýna frá bikarkeppnum í hinu ýmsu íþróttagreinum og það er í fullu samræmi við þá stefnu að geta nú einnig boðið uppá bikarkeppni kvenna og karla í knattspyrnu. Bikarkeppi KSÍ á sér langa sögu á RÚV og verður virkilega spennandi að sýna aftur frá íslenskum fótbolta þar," segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV.

Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár verið með réttinn að bikarnum og sýnir frá keppninni í ár en RÚV tekur svo við réttinum á næsta ári. Á dögunum var tilkynnt um nýjan samning við Stöð 2 Sport um útsendingar frá efstu deildum karla og kvenna. Sá réttur er til 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner