Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 06. maí 2021 15:10
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel: Sigurinn gegn City gefur okkur sjálfstraust
Thomas Tuchel er spenntur fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem lærisveinar hans í Chelsea mæta Manchester City.

Chelsea lagði City að velli í undanúrslitum enska bikarsins í apríl og telur Tuchel þann sigur vera afar mikilvægan fyrir hugarfar leikmanna sinna.

„Sigurinn í apríl gerir okkur ekki að sigurstranglegra liðinu. Hann gefur okkur góða tilfinningu og sjálfstraust. Andstæðingar okkar eru liðið sem allir miða sig við og okkar markmið er að brúa bilið á milli liðanna," sagði Tuchel.

„Þetta eru andstæðingar í hæsta gæðaflokki og við erum búnir að sanna það að við getum keppt við þá. Við munum mæta til Istanbúl fullir sjálfstrausts og fyllilega einbeittir að því að ná í sigur."

Spilamennska Chelsea hefur verið stórkostleg að undanförnu og virtist liðið vera gæðaflokki fyrir ofan Real Madrid er liðin mættust í undanúrslitum í vikunni.
Athugasemdir
banner